Tveir menn stungnir í Valshverfinu

Að sögn lögreglufulltrúa á lögreglustöð 1 var árásarmaðurinn handtekinn.
Að sögn lögreglufulltrúa á lögreglustöð 1 var árásarmaðurinn handtekinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður réðst að tveimur öðrum með hníf og stakk þá við verslunina OK Market á horni Hlíðarfótar og Haukahlíðar í Valshverfinu í gærkvöldi.

Að sögn lögreglufulltrúa á lögreglustöð 1 var árásarmaðurinn handtekinn. Mennirnir tveir sem voru stungnir eru á fertugsaldri. Þeir voru fluttir á slysadeild með áverka sem eru þó ekki taldir alvarlegir. 

Oft komið við sögu lögreglu

Að sögn lögreglunnar verður krafist gæsluvarðhalds yfir árásarmanninum í dag en hann er af erlendum uppruna og hefur oft áður komið við sögu lögreglunnar. Málið er til rannsóknar.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur árásarmaðurinn áður verið dæmdur í fangelsi hér á landi fyrir skjalafals og verið sakfelldur fyrir fjölmörg brot, þar á meðal valdstjórnarbrot, brot gegn nálgunarbanni, líkamsárás, húsbrot og brot gegn sóttvarnalögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert