Gasmökkurinn sá mesti til þessa

Sjöunda eldgosið á Reykjanesskaganum á tæpum þremur árum braust út …
Sjöunda eldgosið á Reykjanesskaganum á tæpum þremur árum braust út á laugardagskvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Gasmökkurinn með brennisteinstvíoxíð frá eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni er sá mesti sem hefur myndast í öllum sjö eldgosunum á Reykjanesskaga frá árinu 2021.

Helst það í hendur við að kraftur gossins til að byrja með var nokkuð meiri en í fyrri gosum.

Þetta kemur fram á facebooksíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.

„Ekki hefur verið skotið á rennslistölur en ljóst má þykja að þær hafi verið mjög háar. Í gosinu í febrúar var meðalrennslið fyrstu tímana um 600 rúmmetra á sekúndu og kæmi ekki á óvart ef rennslið í gærkvöld hafi nálgast 1000m3/sek,” segir á síðunni.

Drónaskot yfir gossvæðið.
Drónaskot yfir gossvæðið. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Getur orsakað blámóðu

Fram kemur að þegar gasmökkurinn sé yfir hafi hverfist brennisteinssamböndin við rakt andrúmsloftið.

„Ef mökkurinn dvelur þar í nokkra daga og blæs svo aftur inn yfir landið getur hann orsakað blámóðu. Slík móða hékk yfir vestanverðu landinu í nokkra daga í kjölfar eldgossins við Litla Hrút síðasta sumar.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert