Lögreglan í sambandi við Stefán

Stefán Ingi er eftirlýstur hjá Interpol.
Stefán Ingi er eftirlýstur hjá Interpol. Samsett mynd/Colorbox/Aðsent

Lögreglu hafa borist upplýsingar og ábendingar um ferðir Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson eftir að hann var eftirlýstur af Interpol í síðustu viku. Lögregla hefur verið í sambandi við manninn í gegnum verjanda hans en enn hefur maðurinn ekki fengist að fara til landsins. 

Stefán er eftirlýstur vegna eldri fíkniefnamála en nýjasta málið snýr að innflutningi með burðardýrum sem tekin voru með fíkniefni í apríl í fyrra.

„Við vonumst til þess að maðurinn sjái að sér og standi fyrir máli sínu,“ segir Grímur Grímsson, sem er yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Tilviljun að stutt hafi verið á milli eftirlýsinga

Hann segir það tilviljun að svo stutt hafi verið á milli eftirlýsinga hjá Interpol. Eins og fram hefur komið var lýst eftir Pétri Jökli Jónassyni í tengslum við innflutning í stóra kókaínmálinu fyrir skemmstu.

„Í báðum þessum tilvikum erum við búin að vera í sambandi við þetta fólk í gegnum verjendur í eldri málum og hvetja þá til að tala við okkur. En það hefur ekki gengið,“ segir Grímur. 

„Almennt séð náum við samband við fólk sem lætur ekki ná í sig í gegnum verjendur þeirra," segir Grímur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert