Holtavörðuheiðin lokuð – Ekkert ferðaveður

Holtavörðuheiði.
Holtavörðuheiði. mbl.is/Gunnlaugur

Gular veðurviðvaranir eru í gildi við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi og því erfitt ferðaveður þar. 

Holtavörðuheiði er lokuð og verður staðan þar skoðuð betur þegar líður nær hádegi, að sögn Vegagerðarinnar.

Einnig er lokað um Bröttubrekku og Fróðárheiði og ófært á sunnanverðu Snæfellsnesi, Laxárdalsheiði og í Svínadal.

Vegurinn um Öxnadalsheiði er ófær en unnið er að mokstri.

Gul veðurviðvörun er í gildi á Vestfjörðum í dag og þar verður ekkert ferðaveður fyrir hádegi í það minnsta.

Líkur eru á hviðum um 35 m/s frá Öræfum og austur til Hafnar.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert