Kasia kynnir pólska siði og menningu

Mæðgurnar Katarzyna Chojnowska og Emma við Fagradalsfjall.
Mæðgurnar Katarzyna Chojnowska og Emma við Fagradalsfjall.

Egg hafa verið máluð að pólskum hætti í Bókasafni Hafnarfjarðar árlega skömmu fyrir páska síðan Katarzyna Chojnowska hóf þar störf fyrir þremur árum. „Ég skipulegg hérna ýmsa viðburði sem tengjast Póllandi og rík hefð er fyrir svona föndri í Póllandi,“ segir Kasia, eins og hún er kölluð. Páskaeggjamálun undir leiðsögn hennar verður næst klukkan 13 til 15 á morgun, laugardaginn 23. mars. Aðgangur er ókeypis, efni á staðnum og allir velkomnir.

Pólska samfélagið á Íslandi er fjölmennt og Kasia er þar vel tengd. Hún leggur áherslu á að bjóða upp á viðburði með pólsku ívafi í bókasafninu. „Ég hugsa þetta samt ekki bara fyrir Pólverja heldur alla sem hafa áhuga á pólskri menningu og vilja vera með,“ segir hún.

Egg að hætti hússins.
Egg að hætti hússins.

Páskaeggjamálun er í raun list fullorðinna í Póllandi, að sögn Kasiu. Þar noti fólk meðal annars heitt vax og hnífa við sköpunina en öryggisins vegna sé ekki hægt að fara eins að þegar börn eigi hlut að máli. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert