Katrín fundaði með forsætisráðherrum Evrópuríkja

Forsætisráðherra á fundi með leiðtogaráði ESB í tilefni 30 ára …
Forsætisráðherra á fundi með leiðtogaráði ESB í tilefni 30 ára afmælis EES-samningsins. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á mikilvægi EES-samningsins fyrir Ísland og þær efnahagslegu og félagslegu umbætur sem innri markaðurinn hefði fært almenningi og atvinnulífi, er hún ávarpaði fund forsætisráðherra EES/EFTA-ríkjanna með leiðtogaráði ESB í Brussel í dag.

Stjórnarráðið greinir frá þessu í tilkynningu.

Forsætisráðherra var boðið til fundarins ásamt Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og Daniel Risch, forsætisráðherra Liechtenstein, í tilefni 30 ára afmælis EES-samningsins. Meginumfjöllunarefni fundarins var samtarf EES/EFTA-ríkjanna við ESB og staða EES-samningsins. 

Forsætisráðherra sagði tækifæri til frekara samstarfs vera til staðar, m.a. á sviði heilbrigðismála og grænna umskipta.

Sagði hún samstöðu ríkjanna á alþjóðavettvangi nauðsynlega til að berjast fyrir gildum á borð við lýðræði, réttarríkinu, mannréttindum og jafnréttismálum. Stríðið í Úkraínu, skelfilegt ástand á Gasa og stórar áskoranir í umhverfis- og loftslagsmálum dragi skýrt fram þá nauðsyn.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert