Slapp að mestu ómeiddur

Vörubifreið fauk á hliðina þegar snörp vindhviða skall á henni …
Vörubifreið fauk á hliðina þegar snörp vindhviða skall á henni á Suðurlandsvegi í morgun. Ökumaður slapp að mestu ómeiddur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður vörubifreiðar, sem valt á Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli laust fyrir klukkan níu í morgun, slapp að mestu ómeiddur er bifreiðin fauk á hliðina þegar sterk vindhviða skall á henni við brúna að Þórustaðanámu.

Frá þessu greinir varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í samtali við mbl.is.

Bifreiðin er enn á veginum og verður fjarlægð þegar veðurhamurinn gengur niður. Loka þurfti veginum á tímabili vegna óhappsins en hann var opnaður á nýjan leik á ellefta tímanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert