Katrín segir að ekki sé hægt að bíða lengur

Katrín segir ekki hægt að bíða lengur eftir því að …
Katrín segir ekki hægt að bíða lengur eftir því að vopnahlé hefjist á Gasa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé hægt að bíða eftir því að nýsamþykkt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna verði virkjuð.

Þetta kemur fram í færslu sem Katrín birti á miðlinum X í kjölfar þess að öryggisráðið samþykkti að fara fram á tafarlaust vopnahlé á Gasa. Þá er þess krafist að öllum gíslum verði sleppt úr haldi.

Lengi beðið eftir ályktuninni

Tillagan kom í kjölfar þess að Bandaríkin virtust hafa dregið mjög úr einörðum stuðning sínum við Ísrael.

Í færslu sína skrifar Katrín að lengi hafi verið beðið eftir því að Sameinuðu þjóðirnar myndu samþykkja ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa og lausn gísla.

Nú þegar búið er að samþykkja ályktunina segir Katrín ekki hægt að bíða eftir því að vopnahléið hefjist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert