Segir ályktunina mikilvægt skref

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að nýsamþykkt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sé mikilvægt skref.

Ráðið samþykkti síðdegis í dag að fara fram á „taf­ar­laust vopna­hlé“ í Gasa. Einnig er þess kraf­ist að öll­um gísl­um verði sleppt úr haldi, án nokk­urra skil­yrða eða tafa, ásamt því að öll­um hindr­un­um gegn mannúðaraðstoð verði rutt úr vegi.

Þá eru einnig for­dæmd­ar „all­ar árás­ir á borg­ara og borg­ara­lega hluti, auk alls of­beld­is og ófriðs gegn borg­ur­um, og allra hryðju­verka“.

Bjarni segir í tísti að það sé „grundvallaratriði að þetta nái fram að ganga og að leggja megi grunn að varanlegum friði“.

Ófyrirgefanlegt

„Þessa álykt­un verður að fram­kvæma,“ sagði fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, Ant­onio Guter­res, um ályktunina.

Að bregðast væri ófyr­ir­gef­an­legt, bæt­ti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert