200 þúsunda gjöf fyrir jól: Engin ákvörðun tekin nú

Landsbankinn hefur ekki tekið ákvörðun um sumargjöf til starfsfólks.
Landsbankinn hefur ekki tekið ákvörðun um sumargjöf til starfsfólks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að gefa starfsmönnum bankans sumargjöf. 

Í samtali við mbl.is kveðst Rúnar ekki muna til þess að starfsmönnum hafi verið gefnar peningagjafir í sumar- og haustgjafir þó að hann muni til þess að starfsmenn hafi fengið litlar tækifærisgjafir líkt og vatnsbrúsa. 

Aftur á móti staðfestir hann að starfsmenn hafi fengið 200 þúsund krónur greiddar til viðbótar við kjarasamningsbundna desemberuppbót fyrir jólin í fyrra. 

Umfjöllun mbl.is hefur vakið athygli í dag, um að Íslandsbanki gefi starfsfólki sínu 100 þúsund krónur í sumargjöf.

Engin sumargjöf hjá Arion

Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, staðfestir einnig að ekki séu áform um að gefa starfsmönnum bankans sumargjafir. 

Spurður hvort almennt tíðkist að gefa slíkar gjafir segir Haraldur enga reglu á því. Séu sumar- eða haustgjafir gefnar sé það tilfallandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert