Bláa lónið lokað yfir páskana

Bláa lónið verður lokað út mánudaginn 1. apríl.
Bláa lónið verður lokað út mánudaginn 1. apríl. mbl.is/Eyþór

Bláa lónið verður lokað út mánudaginn 1. apríl. Er það vegna eldgossins sem hófst við Sundhnúkagígaröðina þann 16. mars, en lónið hefur staðið lokað síðan þá. 

Á vef fyrirtækisins segir að gosstöðvarnar séu í öruggri fjarlægð frá Bláa lóninu. Þrátt fyrir það hafi verið tekin ákvörðun um lokun á starfsstöðvum Bláa lónsins fram á mánudag. 

Haft verður samband við alla gesti sem eiga staðfestar bókanir á meðan lokuninni stendur en gestir geta líka breytt bókun eða afbókað á heimasíðu lónsins.

„Við höldum áfram að fylgjast með stöðu mála í nánu samráði fyrir yfirvöld og fylgjum ráðleggingum og fyrirmælum þeirra í hvívetna,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert