Ráða 300 starfsmenn í sumar

Ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Isavia og dótturfélög hyggjast ráða um 300 einstaklinga í sumarstörf í ár. Þar af verða um 95% þessara 300 einstaklinga ráðin til starfa á Keflavíkurflugvelli. Það eru álíka margir og í fyrra.

Brynjar Már Brynjólfsson mannauðsstjóri Isavia segir að með þessum ráðningum verði Isavia með um 1.150 starfsmenn á Keflavíkurflugvelli í sumar. Hins vegar hafi Isavia ekki nákvæma tölu um hversu margir muni starfa á flugvellinum í heild.

Það liggi hins vegar fyrir að gefnir hafi verið út um 10.000 aðgangspassar að flugvellinum til Isavia og annarra rekstrar- og þjónustuaðila.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert