Göngubrú boðin út að nýju

Mögulegt útlit mannvirkisins yfir Sæbraut.
Mögulegt útlit mannvirkisins yfir Sæbraut. Teikning/Gláma/KÍM

Vegagerðin hefur boðið út að nýju samsetningu og uppsetningu færanlegrar göngu- og hjólabrúar yfir Reykjanesbraut (Sæbraut) milli Snekkjuvogs og Tranavogs.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í gær.

Í verkinu felst einnig að setja upp lyftur og byggja tröppur og skjólbyggingu á tröppur og brú. Verkinu tilheyra ofanvatnslagnir, stíglýsing og yfirborðsfrágangur við brúarenda. Verkið var áður boðið út í fyrrasumar og tilboð opnuð í september.

Tilboði Eyktar hafnað

Eina tilboðið sem barst var frá Eykt ehf. Reykjavík og hljóðaði upp á tæpar 379 milljónir króna. Var það 78% yfir áætluðum verktakakostnaði, sem var var 212,6 milljónir. Ákveðið var að hafna tilboðinu og bjóða verkið út að nýju.

Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 23. apríl nk. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2024.

Brúnni er ætlað að auka umferðaröryggi, ekki síst fyrir skólabörn, í hinni nýju Vogabyggð við Elliðaárvog. Framkvæmdin er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert