Hvassir vindstrengir undir Vatnajökli

Í kvöld bætir í vind undir Vatnajökli.
Í kvöld bætir í vind undir Vatnajökli. mbl.is/Sigurður Bogi

Í dag verður vaxandi norðaustanátt, víða 10-18 m/s síðdegis. Á Norður- og Austurlandi verður él og vægt frost. Yfirleitt þurrt og bjart um sunnanvert landið, hiti allt að 5 stigum yfir daginn, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Í kvöld bætir í vind undir Vatnajökli, en þar má búast við hvössum vindstrengjum í nótt og fram eftir morgundeginum.

Annars eru litlar breytingar að sjá til morguns að sögn veðurfræðings.

Allhvöss norðaustanátt á páskadag

Á páskadag verður allhvöss norðaustanátt og snjókoma eða él um norðanvert landið. Úrkomulítið sunnanlands, frost 0-8 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert