Virkni í tveimur gígum og hraunflæðið stöðugt

Eldgosið í Sundhnúkagígum.
Eldgosið í Sundhnúkagígum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áfram er virkni í tveimur gígum í eldgosinu við Sundhnúkagíga en hún er meiri í gígnum sem er stærri.

Hraunflæði er stöðugt. Eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að eldgosið sé að hætta.

Þetta segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, spurð út í stöðu mála í Sundhnúkagígum.

Hún segir engar breytingar hafa orðið á virkninni síðan í gærkvöldi.

mbl.is/Hörður Kristleifsson

Gasmengun í Grindavík og Höfnum

Varðandi gasmengun þá mældust toppar öðru hvoru í brennisteinsdíoxíði í gærkvöldi og í nótt. Gas heldur áfram að berast til suðvesturs og vestur seinnipartinn í dag.

Einhver gasmengun gæti fundist í Grindavík í dag og hugsanlegt er að hún finnist einnig í Höfnum seinnipartinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert