Ekki alvarlega særður eftir árás dyravarðar

Líkamsárásin átti sér stað fyrir utan skemmtistað á Hverfisgötu. Mynd …
Líkamsárásin átti sér stað fyrir utan skemmtistað á Hverfisgötu. Mynd úr safni. mbl.is/Ari

Sá sem varð fyr­ir líkamsárás af hendi dyravarðar fyrir utan skemmtistað á Hverfisgötu í nótt er ekki alvarlega særður eftir árásina.

Þetta segir Ásmund­ur Rún­ar Gylfa­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á höfuðborg­ar­svæðinu, í samtali við mbl.is .

Hann segir að dyravörðurinn hafi verið tekinn höndum en látinn fara eftir að skýrsla var tekin. Rannsókn málsins haldi þó áfram.

Hinn særði var flutt­ur á bráðamót­töku Land­spít­al­ans eftir árásina í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert