Starfsemi haldið áfram án leyfis

Reykjavík á og rekur malbikunarstöðina Höfða.
Reykjavík á og rekur malbikunarstöðina Höfða. mbi.is/sisi

Malbikunarstöðin Höfði á Sævarhöfða 6-10 í Reykjavík er enn að taka á móti úrgangi til endurvinnslu þrátt fyrir að vera ekki með starfsleyfi.

Þetta fengu Samtök iðnaðarins (SI) staðfest eftir að kvartað var nýverið til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Fengu fulltrúar eftirlitsins staðfestingu á þessu með heimsókn til Höfða.

Fyrirtækið er í eigu Reykjavíkurborgar og heldur starfsemi áfram þrátt fyrir að heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hafi hafnað umsókn þess um tímabundið starfsleyfi. Óheimilt er að hefja starfsleyfisskylda starfsemi nema starfsleyfi liggi fyrir.

Meira í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert