Þjóðarréttur Íslendinga hefur rokið upp í verði síðustu árin

Einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna í miðborg Reykjavíkur er pylsuvagn Bæjarins …
Einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna í miðborg Reykjavíkur er pylsuvagn Bæjarins beztu. mbl.is/Árni Sæberg

Fullt verð fyrir þjóðarrétt Íslendinga, pylsu og kók á Bæjarins beztu, er nú 1.130 krónur. Stök pylsa kostar 740 krónur og gosið kostar 390 krónur.

Verðið hefur hækkað mikið á síðustu árum eins og sjá má á meðfylgjandi grafi. Hækkunin á pylsum nemur 48% frá því síðla árs 2020.

Á móti kemur að hægt er að spara talsvert með því að kaupa tilboð á stöðunum. Verð á pylsum er svipað á öðrum vinsælum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda 730 krónur í pylsuvagninum við Laugardalslaug og 760 krónur í pylsuvagninum við Ingólfstorg.

Pylsugraf um hækkanir á pylsuverði.
Pylsugraf um hækkanir á pylsuverði. Graf/mbl.is

Pylsan sjálf hækkað minnst

Baldur Ingi Halldórsson, einn eigenda Bæjarins beztu, segir að því sé auðsvarað af hverju verð á pylsum hefur hækkað mikið síðustu ár.

„Það er hækkandi kostnaður á öllu, laun og fleira. Pylsan sjálf hefur hækkað minnst,“ segir hann en síðasta verðhækkun var fyrir jólin í fyrra.

Meira í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert