Skelfur í kringum landið

Kolbeinsey. Mynd úr safni.
Kolbeinsey. Mynd úr safni. Ljósmynd/Sindre Skrede

Að minnsta kosti þrír skjálftar hafa riðið yfir á Reykjaneshrygg eftir kl. 14 í dag, rúmlega áttatíu kílómetrum suðvestur af Reykjanesi.

Stærsti skjálftinn til þessa mældist 3,0 að stærð og varð kl. 14.08. Tveir aðrir, litlu minni, hafa fylgt í kjölfarið.

Vart varð einnig við skjálfta undir hafsbotni norður af landinu í gær, eða tæpum 200 kílómetrum norður af Kolbeinsey.

Mældist sá 3,4 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert