Búa sig undir neðansjávargos

Vísindamenn eru viðbúnir því að eldgos gæti hafist við Eldey. GPS-mælingar eru hafnar á eyjunni.

Flóknara þykir að mæla landris við hafsbotninn, en ekki ómögulegt.

„Þetta er náttúrulega bara eldstöðvakerfi sem heldur áfram út í sjó. Í rauninni er frekar lítill munur á svæðunum á Reykjanesskaganum og þeim sem eru næst landi á Reykjaneshrygg. Þar geta orðið eldgos og hafa orðið eldgos. Við erum að búa okkur undir það, neðansjávargos,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, í Dagmálum.

Frá Eldey.
Frá Eldey. mbl.is/RAX

Gæti mögulega létt á Svartsengiskerfinu

„Það er ekkert sem segir það að virknin verði bara á landi í þetta sinn og það er ekki langt að fara.“

Skjálftavirkni hefur verið við Eldey undanfarna daga. Nokkrir kröftugir skjálftar hafa orðið inn á milli sem smærri skjálftar hafa gert vart við sig. Segir Freysteinn að ef gjósi í eða við Eldey geti það létt á Svartsengiskerfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert