Frost gæti farið yfir 10 stig

Hitaspá fyrir miðnætti.
Hitaspá fyrir miðnætti. Kort/Veðurstofa Íslands

Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu og frost á þeim slóðum.

Stöku skúrir eða él sunnan til og hiti þar um eða yfir frostmarki.

Hægviðri í kvöld og nótt. Tveggja stafa frosttölur gætu sést á norðanverðu landinu.

Á morgun er breytinga að vænta en spár gera ráð fyrir að það gangi í ákveðna suðaustanátt með slyddu eða rigningu síðdegis á sunnan- og vestanverðu landinu og hlýnandi veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert