Batnandi fjárhagur þjóðkirkjunnar

Skálholtskirkja er í eigu þjóðkirkjunnar.
Skálholtskirkja er í eigu þjóðkirkjunnar. Ljósmynd/mbl.is

Ársreikningur þjóðkirkjunnar fyrir 2023 sýnir að afgangur varð af rekstrinum sem nemur 166 milljónum króna.

Þjóðkirkjan hefur verið rekin með umtalsverðum halla mörg undanfarin ár. Árið 2020 var hallinn 687 milljónir, árið 2021 var hann 307 milljónir og 2022 58 milljónir.

Skrifstofur færðar í ódýrara húsnæði

Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri þjóðkirkjunnar segir að einn stærsti sparnaðarliðurinn á síðasta ári hafi verið að skrifstofurnar voru fluttar í annað og ódýrara húsnæði.

„Við vorum áður í húsnæði í Katrínartúni sem við framleigðum til ríkisins og erum nú laus af þeim leigusamningi frá og með síðustu áramótum.

Þjónustumiðstöðin er núna tímabundið á tveimur stöðum. Biskupsstofa er í Grensáskirkju og rekstrarstofan er á Suðurlandsbraut og svo förum við í sameiginlegt húsnæði í Borgartúni nú í maí, sem er leiguhúsnæði,“ segir Birgir.

Laun og launatengd gjöld eru langstærsti útgjaldaliðurinn en þessi liður hækkar á milli ára. Launakostnaður er u.þ.b. 70% af heildarútgjöldum. Heildarfjöldi starfsmanna í lok árs 2023 var 163 í 157 stöðugildum.

Frekari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert