Virtu vegalokun að vettugi

Ferðalangarnir virtu lokun vegarins að vettugi og festu bílinn sinn …
Ferðalangarnir virtu lokun vegarins að vettugi og festu bílinn sinn á fjallveginum. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitin Ok stóð í aðgerðum í Kaldadal rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi þar sem tilkynnt var um fastan bíl á fjallvegi.

Ferðalangarnir tveir sem voru í bílnum höfðu virt að vettugi lokun Kaldadalsvegar sem liggur suður frá Húsafelli meðfram Langjökli. 

Ferðalangarnir voru komnir í bíl björgunarsveitarmanna korter yfir tólf í nótt og voru komnir á Hótel Húsafell þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í eitt, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Hann segir að einn bíll hafi farið í aðgerðina með tveimur til þremur björgunarsveitarmönnum innanborðs.  

Jón bætir við að aðgerðin hafi gengið vel og að björgunarsveitarmenn hafi lokið aðgerðum um klukkan hálftvö í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert