Biðst afsökunar með heilsíðuauglýsingu

Rúðurnar voru brotnar í síðustu viku í verslun Fiskikóngsins.
Rúðurnar voru brotnar í síðustu viku í verslun Fiskikóngsins. mbl.isKristinn Magnússon

Kristján Berg, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, er með heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag þar sem hann biðst afsökunar á því að hafa notað orðið „fífl“ um mann sem braut rúðurnar í verslun hans. 

„Afsakið. Ég sagði á Facebook að gerandinn væri fífl. Ég vil biðjast afsökunar og fyrirgefningar á að hafa sagt það,“ segir í auglýsingunni. 

Eins og mbl.is greindi frá í síðustu viku þá voru all­ar rúður í versl­un Fiskikóngs­ins á Soga­vegi 3 brotn­ar. Skömmu seinna greindi lögreglan frá því að maðurinn væri andlega veikur. 

Fiskikóngurinn eins og barnið hans

„Á þessum tímapunkti brá mér, það var búið eyðileggja og skemma fyrir mér það sem ég hef unnið hörðum höndum með fjölskyldu minni við að byggja upp,“ heldur heilsíðuauglýsing Kristjáns áfram.

„Fiskikóngurinn er eins og barnið mitt. Ég var sár, reiður og svekktur. Skrifaði þetta í reiði. Ég komst svo að því að viðkomandi ætti við geðræn vandamál að etja. Ég hef kynnt mér málefnin um geðraskanir undanfarna daga og veit betur núna,“ segir Kristján. 

Morgunblaðið

Lætur ríkisstjórnina fá það óþvegið

Hann beinir svo spjótum sínum að ríkisstjórn Íslands.

„Hins vegar vil ég segja að margir í þessari ríkisstjórn eru „fífl“ fyrir að hlúa ekki betur að fólki sem eiga við geðræn vandamál að etja. Ríkisstjórn Íslands: Þið getið gert betur en þetta!“

Hann segir að búið sé að setja nýjar rúður í fiskverslunina og að enginn hafi meiðst við atvikið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert