Hæstiréttur tekur ekki fyrir meiðyrðamál Hugins

María Lilja Þrastardóttir Kemp hafði betur gegn Hugin Þór Grétarssyni …
María Lilja Þrastardóttir Kemp hafði betur gegn Hugin Þór Grétarssyni fyrir Landsrétti fyrr á þessu ári. Samsett mynd

Hæstirétt­ur hafnaði í dag beiðni barna­bóka­höf­und­ar­ins og bóka­út­gef­and­ans Hugins Þórs Grét­ars­son­ar um að áfrýja dómi Landsréttar í einkamáli sínu gegn Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp. 

Málið varðar ummæli sem María Lilja lét falla í mars og maí árið 2018 á Facebook-síðum. Huginn stefndi Maríu Lilju vegna ummælanna árið 2021 og krafðist þess að þau yrðu dæmd dauð og ómerk.

Ummælin tengdust Daddytoo-hópnum sem Huginn Þór tilheyrði.

Telur dómara Landsréttar hafa mismunað sér

Í áfrýjunarbeiðninni vísaði Huginn Þór til þess að málsmeðferð fyrir Landsrétti hefði verið óréttlát og í ósamræmi við lög. Þar sagði hann að dómarar málsins hefðu sýnt hlutdrægni við lýsingu málsatvika og að þeir hefðu haft frammi gildishlaðna afstöðu með persónuárásum gegn honum í dómi.

Huginn sagði einnig að skrifstofustjóri Landsréttar hefði mismunað honum.

Þá telur hann að Landsréttur hafi lítið fjallað um málið sjálft heldur hafi dómarar réttarins stýrst af persónulegu ósætti gagnvart honum.

Áfrýjunarbeiðni Hugins byggði einnig á því að dómur Landsréttar hefði verið rangur. Að í dóminum fælust alvarleg brot gegn réttinum til réttlátrar málsmeðferðar en Huginn segir dómara hafa meðal annars hunsað gögn málsins og sýnt augljósa kynbundna mismunum.

Að lokum segir Huginn að hann hafi fært sönnur fyrir því að ummæli Maríu Lilju hafi verið ósönn.

María Lilja þátt­tak­andi í al­mennri umræðu

Hug­inn Þór var einn þeirra sem var í for­svari fyr­ir Daddytoo-hóp­inn svo­kallaða, en hóp­ur­inn hafði að mark­miði að berj­ast fyr­ir rétti feðra til um­gengni við börn sín og gegn tálm­un sem þeir töldu sig verða fyr­ir. Hafði Hug­inn Þór meðal ann­ars komið fram í viðtali við nokkra af for­svars­mönn­um hóps­ins.

Um­mæli Maríu Lilju komu í kjöl­far viðtals­ins, en um­mæl­in sem Hug­inn Þór krafðist að yrðu ómerkt voru eft­ir­far­andi:

  • Á Face­book-síðu Maríu Lilju: „Of­beld­is­menn að beita konu kúg­un­um og of­beldi. Way to proof a po­int hálf­vit­ar.“
  • Á Face­book-hópn­um Fjöl­miðlanör­d­ar: „Hefði það drepið blaðakonu að googla fer­il þess­ara of­beld­is­manna sem fá hér að halda upp­tekn­um hætti og hrella barn­s­mæður sín­ar óáreitt­ar ? Hér eru hrott­ar sem berja kon­ur og börn og stunda grimma sögu­föls­un sér í hag.“
  • Á Face­book-hópn­um Fjöl­miðlanör­d­ar: „Hvað með að flooda þetta millu­merki með dóm­um um þá og viðtöl­um við mæður sem hafa orðið fyr­ir of­beldi frá þeim.

Í niðurstöðu Landsréttar kom meðal annars fram að að Hug­inn Þór hafði, áður en um­mæli Maríu Lilju féllu, tekið virk­an þátt í þjóðfé­lagsum­ræðu um tálm­un á um­gengn­is­rétti barna við for­eldra.

Var niðurstaða Lands­rétt­ar að María Lilja hefði verið þátt­tak­andi í al­mennri umræðu um mik­il­vægt sam­fé­lags­legt mál­efni sem er­indi átti við al­menn­ing og af þeim sök­um nyti hún rúms tján­ing­ar­frels­is.

Áfrýjunarleyfi hafnað

Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að hvorki sé litið svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Hugins.

Þá sé ekki hægt að sjá að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert