Flutti inn 18.710 MDMA-töflur

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimmtug kona var á miðvikudag sakfelld fyrir innflutning á 18.710 töflum af MDMA. Var hún dæmd til rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisvistar auk þess sem henni er gert að greiða alls 1.266.032 krónur í sakarkostnað.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness eftir skýlausa játningu konunnar. Var hún dæmd fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi taflnanna frá Danmörku, en töflurnar voru ætlaðar til söludreifingar hér á landi.

Athygli vekur að gögn málsins bentu ekki til þess að konan hefði tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi taflnanna til Íslands með öðrum hætti en að samþykkja að flytja efnin hingað til lands. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert