Kjaraviðræður BÍ og SA mjakast áfram

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Viðræður mjakast áfram í kjaradeilu Blaðamannafélags Íslands (BÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA). 

Þetta segir Sig­ríður Dögg Auðuns­dótt­ir, formaður BÍ, í sam­tali við mbl.is. Samningaráð BÍ vísaði deilunni til ríkissáttasemjara föstudaginn 22. mars og hafa viðræður verið í fullum gangi síðan þá. 

Spurð hvort hún geti veitt upplýsingar um hvað það er sem deilt er um eða stendur út af, svarar Sigríður því til að algjör trúnaður ríki um viðræðurnar og því geti hún ekki upplýst um það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert