Beint: Ársfundur Landspítalans

Runólfur Pálsson, forstjóri Landpítalans.
Runólfur Pálsson, forstjóri Landpítalans. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ársfundur Landspítalans er haldinn í Silfurbergi í Hörpu frá klukkan 14 til 16 í dag.

Yfirskrift fundarins er „Þróun í takt við þarfir sjúklinga“.

Ávörp flytja Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs spítalans, kynnir ársreikning og fer yfir lykiltölur í starfsemi hans.

Einnig eru á dagskrá þrjú erindi og pallborðsumræður, auk árlegra heiðrana starfsfólks spítalans, að því er segir í tilkynningu.

Beint streymi frá fundinum:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert