Ráðherra á 75 ára afmæli Evrópuráðsins

Guðmundur ásamt Dominique Hasler, utanríkisráðherra Liechtenstein, og Marija Pejcinovic Buric, …
Guðmundur ásamt Dominique Hasler, utanríkisráðherra Liechtenstein, og Marija Pejcinovic Buric, aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sótti ráðherrafund Evrópuráðsins sem fór fram á föstudag. Um 75 ár eru liðin frá stofnun ráðsins og var tímamótunum fagnað á fundinum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands. 

Reykjavíkurfundurinn sagður mikilvægur

Á fundinum var fjallað um eftirfylgni Reykjavíkuryfirlýsingarinnar sem var samþykkt á leiðtogafundi ráðsins á síðasta ári í Reykjavík. 

Í tilkynningu segir að ræðumenn hafi lagt áherslu á mikilvægi leiðtogafundarins í Reykjavík og að margt hefði áunnist síðan meðal annars stofnsetning tjónaskrár fyrir Úkraínu og endurbætt skipulag ráðsins á sviði umhverfis- og mannréttindamála.

Táknrænn íslenskur fundarhamar

Guðmundur hélt tölu á fundinum þar sem hann lagði meðal annars áherslu á að standa vörð um lýðræðisleg gildi, mannréttindi og réttaríkið. 

Þá tók Litháen við formennsku ráðsins frá Liechtenstein og afhenti Dominique Hasler, utanríkisráðherra Liechtenstein, Ingrida Simonyte, forsætisráðherra Litháen fundarhamar eftir listakonuna Sigríði Kristjánsdóttur.

Hamarinn var gjöf Íslands til ráðsins á leiðtogafundinum í fyrra og er fyrirmynda hamarsins frægur fundarhamar Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. 

Hamarinn afhentur.
Hamarinn afhentur. Ljósmynd/Stjórnarráðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka