21 stigs hiti á Húsavík á laugardag

Húsavík.
Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Veðurspáin lítur vel út fyrir norðan og austan um helgina því á laugardaginn er spáð 21 stigs hita í hádeginu á Húsavík og 19 stiga hita annars vegar á Akureyri og hins vegar á Skjaldþingsstöðum fyrir austan.

Kort/Veðurstofa Íslands

„Það er lægð á Grænlandshafi og hæð norðaustur af landi sem saman beina til okkar hlýju lofti frá Evrópu. Í þeim landshlutum sem sólin nær að skína líka verður hlýtt,” segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, spurður út í veðrið.

Áframhaldandi blíðu á svæðinu er spáð á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert