„Ástæða til að verja einkasölu ÁTVR út frá lýðheilsunni“

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er ástæða til að verja einkasölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins út frá lýðheilsunni og ég legg áherslu á það,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í samtali við mbl.is.

Hagkaup greindi frá því í gær að fyrirtækið muni í næsta mánuði opna netverslun með áfengi. En samkvæmt áfengislögum er ÁTVR eina fyrirtækið sem er með einkaleyfi til áfengissölu í smásölu.

 „Við erum bara ósátt við þetta óljósa um­hverfi,“ segir Sigrún Ósk Sig­urðardótt­ir, aðstoðarfor­stjóri Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins (ÁTVR) við Morgunblaðið, varðandi þær fregn­ir að Hag­kaup muni í næsta mánuði opna net­versl­un með áfengi. 

„Út frá lýðheilsunni þá þurfum við að fara að lögum eins og þau eru og ef það er eitthvað óljóst í því þá þurfum við bara að fara þannig í málið,“ segir Willum aðspurður hvort það standi til að koma með skýrari ramma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert