Hagkaup opna netverslun með áfengi

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, var gestur á morgunverðarfundi Kompanís í …
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, var gestur á morgunverðarfundi Kompanís í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagkaup munu í næsta mánuði opna netverslun með áfengi. Þetta tilkynnti Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, á morgunverðarfundi Kompanís sem haldinn var í morgun í Hádegismóum.

„Við erum síðustu mánuði búin að smíða vefverslun með áfengi og munum opna í næsta mánuði. Við erum að ákveða úrval og þetta er á lokametrunum,“ segir Sigurður.

Netverslunin mun virka þannig að viðskiptavinir skanna QR-kóða þegar þeir koma inn í verslunina. Á meðan viðskiptavinur verslar aðrar vörur í búðinni setur starfsmaður áfengu vörurnar í poka og í lok verslunarferðarinnar sækir viðskiptavinurinn áfengið á þjónustuborðið.

Heimsending einnig í boði

Sigurður segir að upphaflega hafi Hagkaup ætlað að bíða átekta og fá skýrari ramma frá stjórnvöldum varðandi þessa starfsemi. Sá rammi hafi ekki komið fram.

„Fyrrverandi dómsmálaráðherra hefur nú þegar gefið út að þessi starfsemi sé lögleg. Við munum auk þess bjóða upp á heimsendingu á áfengi auk þjónustunnar í versluninni.“

Sigurður kveðst vera spenntur fyrir þessu nýja verkefni og rifjar upp að fyrir 17 árum síðan hafi Hagkaup gert ráð fyrir víndeild í sinni verslun.

„Við héldum að þá yrðu aðeins 1-2 ár í að það yrði löglegt að selja áfengi í versluninni. En sá tími er því miður ekki kominn,“ segir Sigurður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK