Önnur til að útskrifast með 10 í meðaleinkunn

Tíu útskrifuðust úr skólanum með stúdentspróf.
Tíu útskrifuðust úr skólanum með stúdentspróf. Ljósmynd/Aðsend

Í dag fór fram útskrift frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Að þessu sinni útskrifuðust tíu stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi í fjallamennsku.

Í tilkynningu kemur fram að bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinn náði Anna Lára Grétarsdóttir.

Hún fékk 10 í meðaleinkunn og er þetta í annað skipti í sögu skólans sem nemandi nær þeim árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert