Störfuðu allir hjá sama fyrirtæki án atvinnuréttinda

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einstaklingarnir sex sem voru handteknir í tengslum við ólöglega atvinnustarfsemi störfuðu allir innan þjónustugeirans og hafa ekki atvinnuréttindi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Í dagbók lögreglu í morgun sagði að einstaklingarnir voru hand­tekn­ir í átaki lög­reglu gegn ólög­legri at­vinnu­starf­semi. 

Einstaklingarnir eru útlendingar sem störfuðu allir hjá sama fyrirtæki og er málið nú í rannsókn hjá lögreglu.

Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert