Varnir settar upp við göngubrú yfir Sæbrautina

Þetta er mögulegt útlit hins nýja mannvirkis yfir Sæbraut.
Þetta er mögulegt útlit hins nýja mannvirkis yfir Sæbraut. Tölvumynd/Gláma/KÍM

Vegagerðin hefur í þriðja sinn boðið út uppsetningu færanlegrar göngu- og hjólabrúar yfir Sæbraut, milli Snekkjuvogs og Tranavogs.

Brúnni er ætlað að auka umferðaröryggi, ekki síst fyrir skólabörn, í hinni nýju Vogabyggð við Elliðaárvog.

Verkið var boðið út fyrr á þessu ári en tilkynnt var í lok mars að útboðið hefði verið fellt niður.

„Vegna ítrekaðra atvika, þar sem farmur, pallar eða kranar á ökutækjum eru að rekast upp undir brýr á höfuðborgarsvæðinu, var ákveðið að endurskoða öryggismál vegna göngubrúarinnar og útboðið því tímabundið afturkallað,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

Því hefur verið bætt inn í útboðið liðnum skiltabrýr, tvö stykki og uppsetning þeirra.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert