Búast ekki við því að vegurinn lokist í nótt

Lengi vel leit út fyrir að allir vegir til Grindavíkur …
Lengi vel leit út fyrir að allir vegir til Grindavíkur myndu lokast. mbl.is/Eyþór

Eins og staðan er núna mun Suðurstrandarvegur ekki lokast vegna hraunflæðis í nótt. Þó er það háð því að hraunflæði verði samt eða minna út nóttina.

Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við mbl.is.

Þá segir hún stöðuna ekki hafa litið vel út í dag en blessunarlega hafi hægst á hraunflæði og varnargarðarnir staðið fyrir sínu. Fyrr í dag höfðu allir vegir til Grindavíkur lokast vegna hraunflæðis nema Suðurstrandarvegur.

Halda í góðu fréttirnar

„Það eru svona jákvæðu fréttir dagsins,“ segir Hjördís og játar því að það hafi verið magnað að sjá varnargarðana standa fyrir sínu.

Fyrr í kvöld ræddi mbl.is við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna þar sem hann tók í sama streng og sagði einfaldlega að varnargarðarnir hefðu bjargað Grindavík.

„Grinda­vík hefði varla verið til eft­ir þenn­an dag hefðu varn­argarðarn­ir ekki verið,“ sagði Víðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert