Einn á slysadeild eftir vélsleðaslys

Skálpanes.
Skálpanes. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson

Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans eftir að vélsleði valt á Skálpanesi, suðaustur af Langjökli, fyrr í dag.

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, virðast áverkarnir ekki hafa verið alvarlegir. Enginn frá lögreglunni hefur verið sendur á vettvang.

Sveinn hefur ekki frekari upplýsingar um þann sem lenti í slysinu eða hvort hann hafi verið í hópi með öðrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert