Gott kosningaveður á sunnanverðu landinu en verra á norðanverðu landinu

Vonandi verður ekki svona mikill snjór á norðanverðu landinu á ...
Vonandi verður ekki svona mikill snjór á norðanverðu landinu á morgun, kjördag
Allar líkur eru á því að kjósendur á suðurhelmingi landsins fái mun betra kosningaveður en kjósendur á norðurhelmingi landsins. Léttskýjað verður að mestu á suðurhelmingi landsins en meiri úrkomu er að vænta en verið hefur í dag á Norðaustur og Austurlandi. Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, gæti byrjað að snjóa á Norðausturlandi í fyrramálið en einhver éljagangur verður líklegast á öllu Norðurlandi í nótt. Að sögn Óla Þórs er ekkert óeðlilegt við snjóhret í fyrrihluta maí.

Einhver úrkoma verður líklega á Vestfjörðum og Norðvesturlandi á morgun en þó ekki eins mikil eins og á Norðaustur og Austurlandi. Mjög svipaður hiti verður á landinu öllu og í dag eða 0-10 stig, heitara verðu þó á sunnanverðu landinu.

Á kjördag fyrir fjórum árum var frekar svalt á landinu öllu eða 5-8 stiga hiti en engin snjókoma. Þó rigndi á austurhelmingi landsins en hélst þurrt annars staðar á landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina