Yfirlýsing frá frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins

Aðalsteinn Jónsson sem tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér að nafn hans hafi verið notað á þann hátt að hann styddi annan frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Mitt nafn og myndir af mér hafa verið notaðar á þannig hátt að það  líta út fyrir að ég styðji annan frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ég vil taka það skýrt fram þó ég styðji samstarf og samvinnu milli íþróttafélaganna þá kem ég algerlega á mínum eigin verðleikum og vil ekki sverta það frábæra starf sem íþróttafélögin standa fyrir.

Ég hvet því eindregið til að fólk blandi ekki starfsemi íþróttafélaganna í prófkjörssbaráttunni á þennan hátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka