Um 50% vilja Dag sem borgarstjóra

Dagur Eggertsson.
Dagur Eggertsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, nýtur mests fylgis sem næsti borgarstjóri í Reykjavík. Um helmingur kjósenda, 49,4%, vill sjá hann í borgarstjórastólnum, mun fleiri en ætla að kjósa Samfylkinguna.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Morgunblaðið.

Veruleg aukning hefur orðið á stuðningi við Dag frá könnun Félagsvísindastofnunar í nóvember í fyrra. Þá vildu um 33% kjósenda Dag sem borgarstjóra, að því er fram kemur í fréttaskýringu í blaðinu í dag. „Ég er eiginlega bara orðlaus,“ sagði Dagur þegar Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum hans í gær. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt,“ sagði hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka