Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

Vigdís Hauksdóttir er oddviti flokksins í Reykjavík.
Vigdís Hauksdóttir er oddviti flokksins í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ávarpaði gesti.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ávarpaði gesti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Listinn er skipaður eftirfarandi:

 • Vigdís Hauksdóttir, oddviti og lögfræðingur.
 • Vilborg Hansen, landfræðingur og fasteignasali.
 • Baldur Borgþórsson einkaþjálfari.
 • Sveinn Hjörtur Guðfinnsson markþjálfi.
 • Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur.
 • Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á LSH.
 • Trausti Harðarson framkvæmdastjóri.
 • Viðar Freyr Guðmundsson rafeindavirki.
 • Kristín Jóna Grétarsdóttir framkvæmdastjóri.
 • Örn Bergmann Jónsson, bóksali og nemi.
 • Linda Jónsdóttir einkaþjálfari.
Ellefu efstu sætin voru kynnt á fundi klukkan 14 í ...
Ellefu efstu sætin voru kynnt á fundi klukkan 14 í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is