Sigurjón Andrésson nýr bæjarstjóri í Hornafirði

Eýrún Fríða Árnadóttir, formaður bæjarráðs, og Sigurjón Andrésson við undirritun …
Eýrún Fríða Árnadóttir, formaður bæjarráðs, og Sigurjón Andrésson við undirritun ráðningarsamnings hans. Ljósmynd/Aðsend

Sigurjón Andrésson, ráðgjafi hjá Góðum samskiptum og verkefnastjóri flóttamanna hjá Sveitarfélaginu Ölfusi, hefur verið ráðinn bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Bæjarráð samþykkti ráðninguna í dag í umboði bæjarstjórnar og mun Sigurjón hefja störf 1. júlí.

Sigurjón er 52 ára og búsettur í Hvítholti í Flóahreppi. Hann situr í sveitarstjórn Flóahrepps en mun segja sig frá þeim störfum í kjölfar ráðningarinnar.

„Það er mikill metnaður í því fólki sem ég hef þegar hitt og veit að það eru mikil tækifæri framundan hjá sveitarfélaginu. Ég hlakka til að flytja austur og kynnast samfélaginu betur og mun leggja mig allan fram í mínum störfum fyrir sveitarfélagið,“ er haft eftir Sigurjóni í tilkynningu.

Sigurjón hefur starfað sem stjórnandi hjá tryggingafélaginu Sjóvá og einnig sem framkvæmdastjóri markaðsmála hjá BL bílaumboði. Hann er iðnmenntaður og með diplómu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, alþjóðlega gráðu í verkefnastjórnun frá Bandaríkjunum og MBA-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert