Hryllingur, erótík og ævintýri

Bókmenntaþátturinn Lestrarklefinn á Storytel er tileinkaður bókmenntaumfjöllun og lestri. Í þessum fyrsta þætti vetrarins hittum við Felix Bergsson og ræðum meðal annars við hann um Ævintýri Freyju og Frikka, barnabækur sem hafa slegið í gegn á Storytel.

Katrín Lilja Jónsdóttir og Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar mæta svo í settið til að ræða um skáldsögurnar Tálsýn eftir Rannveigu Borg og Dauðaleit eftir Emil Hjörvar Petersen. Einnig fáum við að heyra leikarann Hjört Jóhann Jónsson lesa upp úr Dauðaleit.

Rithöfundurinn Rebekka Sif Stefánsdóttir sér um þáttastjórn.

Þáttinn má í heild sinni horfa á í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert