„Aðferð sem þekkist hvergi annars staðar í heiminum“

Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica.
Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica. Ljósmynd/Aðsend

GeoSilica er fyrsta fyrirtækið í heiminum til að framleiða hreina og náttúrulega kísilsteinefnablöndu úr náttúrulegum jarðhitakísil, en fyrirtækið fagnaði 10 ára starfsafmæli á árinu sem leið.

Kísilsteinefni eru oft sögð vera hin gleymdu steinefni en þau eru jafnframt talin ein þau mikilvægustu fyrir líkamann. Kísilinn er að finna í okkur öllum en með aldrinum minnkar magn hans. Ávinningur af kísilinntöku er því margvíslegur. Hann er talinn styrkja bein, bandvef og liðamót en ekki síður hár, húð og neglur.

Sterk tengsl milli kísilinntöku og beinþéttni

Kísill er hvað þekktastur fyrir að stuðla að eðlilegu viðhaldi beina. Talið er að ein af hverjum fimm konum þjáist af beinþynningu fyrir aldur fram eftir því sem Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica, segir.

„Rannsóknir hafa sýnt fram á sterk tengsl milli kísil inntöku og beinþéttni. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að við fáum ekki næg steinefni úr fæðunni einni og sér. Kísilsteinefnin frá GeoSilica mæta þessum skorti.“

Vörurnar frá GeoSilica hafa vakið gríðarlega athygli um allan heim …
Vörurnar frá GeoSilica hafa vakið gríðarlega athygli um allan heim síðustu misseri. Ljósmynd/Aðsend

Góð áhrif á hárlos

Kara Elvarsdóttir upplifði hárlos við brjóstagjöf en fann hárlosið dvína með inntöku GeoSilica. 

„Ég byrjaði að taka inn RENEW frá GeoSilica og freistaði þess að draga úr hárlosi við brjóstagjöf en ég hafði áður lent í miklu hárlosi með fyrra barn,“ segir Kara.

Brjóstagjöfin hafði áhrif á hárvöxt Köru en hún segist strax …
Brjóstagjöfin hafði áhrif á hárvöxt Köru en hún segist strax hafa fundið mun eftir að hún fór að taka inn Renew að staðaldri. Ljósmynd/Aðsend

„Hárlosið varð áberandi minna eftir að ég kynntist RENEW og hárið óx miklu hraðar til baka en það gerði áður. Gæti ekki verið ánægðari með þessa vöru og fann líka mikinn mun á nöglunum!“

RENEW inniheldur kísil, sink og kopar sem stuðla að sterkara hári, húð og nöglum. RENEW hefur verið best selda vara GeoSilica undanfarin ár. Nýbakaðar mæður og einstaklingar sem glíma við hárlos vegna hormónaóreglu eða streituvalda eru sérstaklega ánægðir með vöruna. 

Kara Elvarsdóttir upplifði mikið hárlos þegar hún var með börn …
Kara Elvarsdóttir upplifði mikið hárlos þegar hún var með börn sín á brjósti en Renew frá GeoSilica breytti ástandinu til muna. Ljósmynd/Aðsend

Betri upptaka í vökvaformi og fá innihaldsefni

„Kísilblandan er til daglegrar inntöku og kemur í vökvaformi sem eykur upptökuna. Líkaminn nýtir steinefnin beint og styður við upptöku annarra vítamína og bætiefna. Engum rotvarnarefnum eða kemískum efnum er bætt við blönduna en hver vara inniheldur aldrei meira en þrjú innihaldsefni,“ útskýrir Fida.

Refocus er það nýjasta úr smiðju GeoSilica. Kísilsteinefnið er algert …
Refocus er það nýjasta úr smiðju GeoSilica. Kísilsteinefnið er algert kraftaverkaefni sem hefur gefið góða raun. Ljósmynd/Aðsend

„PURE er fyrsta varan sem við settum á markað en hún inniheldur til dæmis aðeins tvö innihaldsefni; 200mg af kísil og íslenskt vatn. Í dag státar vörulínan af fimm vörum en nýjasta varan okkar er REFOCUS, fyrir hug og orku. Hún inniheldur 100mg af kísil, járn og D-vítamín og er vinsæl meðal þeirra sem að glíma við járnskort og mikla þreytu, sérstaklega núna í skammdeginu. Við erum einnig stolt að segja frá því að vörurnar okkar hafa hlotið vegan vottun, þar á meðal REFOCUS, en það er sjaldgæft að finna vörur með D-vítamíni í vökvaformi sem eru vegan vottaðar.“

María Björg var hæstánægð þegar hún komst í kynni við REFOCUS og fann fyrir aukinni orku við inntökuna.

„Það helsta sem ég tók eftir við inntöku REFOCUS var að ég varð orkumeiri og þreytan minnkaði,“ lýsir María Björg.

María Björg fann fyrir aukinni orku þegar hún fór að …
María Björg fann fyrir aukinni orku þegar hún fór að taka inn Refocus frá GeoSilica. Ljósmynd/Aðsend

Vekur athygli víða um heim

Það eru ekki aðeins vörurnar sjálfar sem hafa slegið í gegn hér á landi sem og víða um heim heldur hefur einstök framleiðsluaðferð sem fyrirtækið hefur þróað vakið mikla athygli.

„Þessi framleiðsluaðferð á jarðhitakísil þekkist hvergi annars staðar í heiminum. Íslensk náttúra hefur gefið okkur gríðarlegan innblástur í alla starfsemi fyrirtækisins og það er einnig það sem heillar erlendis,“ segir Fida.

GeoSilica hefur hlotnast frábær tækifæri á bandarískum markaði undanfarið. Fyrirtækið var valið eitt efnilegasta og sjálfbærasta norræna fyrirtækið á Matvælaráðstefnu Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Viðurkenningin gaf þeim tækifæri á að kynna vörur sínar á ráðstefnunni sem fram fór í San Franscisco.

Þá tryggði GeoSilica sér vörudreifingu í gegnum einn stærsta dreifingaraðila í Norður-Ameríku á hreinræktuðum og náttúrulegum vörum.

„Við erum ótrúlega þakklát fyrir tækifærin á bandarískum markaði og það er gaman að segja frá því að við höfum einnig verið að vinna að samningum í Bretlandi undanfarna mánuði - það eru mörg spennandi verkefni fram undan.“

mbl.is