Hörð barátta um toppsætið

Arnaldur Indriðason, Ólafur Jóhann ÓIafsson og Bjarni Fritzson verma þrjú …
Arnaldur Indriðason, Ólafur Jóhann ÓIafsson og Bjarni Fritzson verma þrjú efstu sæti Metsölulistans þessa vikuna. Samsett mynd

Það var einstaklega naumt á mununum á Metsölulista Pennans Eymundsson þessa vikuna og ríkti mikil spenna fyrir lokaniðurstöðunni. Þeir Bjarni Fritzson, Ólafur Jóhann og Arnaldur Indriðason háðu harða baráttu um toppsætið og munaði einungis örfáum eintökum á þessum efstu sætum listans.

Bjarni tók að lokum toppsætið með bók sinni um Orra Óstöðvandi, og margir lesendur eru eflaust ánægðir að sjá barnabók sitja á toppnum.

Ánægjulegt er að segja frá því að hin stórgóða ljóðabók Gyrðis Elíassonar nær inn á topp 10 og situr í 6. sæti.

Skáldverkin seljast vel

Útgáfan í flokki skáldverka er einstaklega góð og fjölbreytt í ár og salan fer vel af stað. Þar situr Ólafur Jóhann efstur með bók sína Snjór í paradís en Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson eru ekki langt undan. Þá eru Sigríður Hagalín og Eiríkur Örn að bæta við sig þessa vikuna.

Blæja kemst á barnabókalistann

Eins og áður segir er Orri Óstöðvandi efstur í flokki barnabóka en Gunnar Helgason, Sveindís Jane og bókin um hina skemmtilegu Blæju raða sér í næstu sætin.

Bókin er sannarlega jólagjöfin í ár, eins og fyrri ár.

Metsölulisti Pennans Eymundsson 6. - 13. desember 2023:

1. Orri óstöðvandi - Jólin eru að koma - Bjarni Fritzson 

2. Snjór í paradís - Ólafur Jóhann Ólafsson

3. Sæluríkið - Arnaldur Indriðason

4. Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir

5. Hvítalogn - Ragnar Jónasson

6. Meðan glerið sefur - Dulstirni - Gyrðir Elíasson

7. Náttúrulögmálin - Eiríkur Örn Norðdahl

8. Eimreiðarelítan - Spillingarsaga - Þorvaldur Logason 

9. Deus - Sigríður Hagalín Björnsdóttir

10. Frasabókin - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson

Barna- og ungmennabækur

1. Orri óstöðvandi - Jólin eru að koma - Bjarni Fritzson

2. Bluey - Góða nótt leðurblaka - Willis, Daniella

3. Bannað að drepa - Gunnar Helgason

4. Sveindís Jane - Saga af stelpu í fótbolta - Sveindís Jane Jónsdóttir

5. Lára fer á jólaball - Birgitta Haukdal

6. Eldgos - Rán Flygering

7. Salka - Hrekkjavakan - Bjarni Fritzson

8. Eldur - Björk Jakobsdóttir

9. Skólaslit 2 - Dauð viðvörun - Ævar Þór Benediktsson

10. Jólaljós - Ragnheiður Gestsdóttir

Skáldverk 

1. Snjór í paradís - Ólafur Jóhann Ólafsson

2. Sæluríkið - Arnaldur Indriðason

3. Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir

4. Hvítalogn - Ragnar Jónasson

5. Náttúrulögmálin - Eiríkur Örn Norðdahl

6. Deus - Sigríður Hagalín Björnsdóttir

7. Dj Bambi - Auður Ava Ólafsdóttir

8. Duft - Söfnuður fallega fólksins - Bergþóra Snæbjörnsdóttir

9. Heim fyrir myrkur - Eva Björg Ægisdóttir

10. Ból - Steinunn Sigurðardóttir

Handbækur, fræðirit, frásagnir og ævisögur

1. Eimreiðarelítan: Spillingarsaga - Þorvaldur Logason

2. Frasabókin - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson

3. Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg - Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

4. Almanak Háskóla Íslands 2024 - Ýmsir höfundar

5. Álfar - Hjörtur Hjartarson og Rán Flygenring

6. Í eldhúsinu með Hrefnu Sætran - Hrefna Sætran

7. Útkall - Mayday erum að sökkva - Óttar Sveinsson

8. Kynlegt stríð - Ástandið í nýju ljósi - Bára Baldursdóttir

9. Myndlist á heimilum - Gunnar Sverrisson, Halla Bára Gestsdóttir, Olga Lilja Ólafsdóttir og Sigurður Atli Sigurðsson

10. Afi minn stríðsfanginn - Elín Hirst

Ljóðabækur

1. Meðan glerið sefur - Dulstirni - Gyrðir Elíasson

2. Maður lifandi - Kristinn Óli S. Haraldsson

3. Flagsól - Melkorka Ólafsdóttir 

4. Örverpi - Birna Stefánsdóttir

5. Hlustum frekar lágt - Þórarinn Eldjárn

6. Ljóð fyrir klofið hjarta - Helen Cova 

7. Vegamyndir - Óskar Árni Óskarsson

8. Í myrkrinu fór ég til Maríu - Sonja B. Jónsdóttir

9. Ró í beinum - Ísak Harðarson

10. Byggð mín í norðrinu - Hannes Pétursson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert