Biggest Loser - Kynning á keppendum

Kynningar á keppendum í Biggest Loser Ísland 3, snemma árs 2016.

„Ég var búinn að fresta þessu of lengi“

21.1.2016 „Maður gerði allt sem manni langaði til en það var kannski erfiðara. Maður var þreyttur eftir [göngu]ferðir, ég segi það ekki,“ segir Björgvin Viktor Þórðarson keppandi í Biggest Loser Ísland. Björgvin var eigi að síður ákveðin í að taka sig á, svo ákveðin að hann byrjaði að taka sig á áður en að keppni hófst. Meira »

Sigurbjörn er þyngsti keppandinn í þriðju þáttaröð

20.1.2016 Þátttaka Sigurbjarnar Gunnarssonar í Biggest Loser Ísland kom til af því að systir hans skoraði á hann að hann myndi ekki þora að taka þátt. Svo hann gerði það. Sigurbjörn er þyngsti keppandinn í þriðju þáttaröð Biggest Loser Ísland, 203,3 kíló að þyngd og ákveðin í að taka sig á. Meira »

Rosalega erfitt að kveðja fjölskylduna

20.1.2016 „Ég er ekki mikið fyrir breytingar og þetta var rosalega erfitt, að kveðja fjölskylduna,“ segir Halldór Ólafsson, keppandi í Biggest Loser Ísland. Hann var harðákveðinn í að að taka sig á, hafði áður sótt um að keppa þrátt fyrir að honum þætti tilhugsunin um sjónvarpið óþægileg. Meira »

Fékk vinnu í bakaríi og blés út

19.1.2016 Olgeir Steinþórsson sótti um að keppa í Biggest Loser upp á djókið og bjóst alls ekki við því að komast inn. „Þegar djókið varð að veruleika þá tók maður því bara, bara rumpa þessu af!“ Meira »

Notaði andlátið sem afsökun

19.1.2016 „Ég var algerlega blind á hvernig mitt líkamlega ástand var orðið,“ segir Vallý einn keppanda í Biggest Loser Ísland. „Þegar ég horfði í spegilinn þá sá ég ekki hvað blasti við mér fyrr en ég lenti á botninum síðasta vor, einmitt þegar það var verið að óska eftir umsóknum og ég ákvað að slá til.“ Meira »

Ástand sem ég hef komið sjálfri mér í

18.1.2016 „Ég vissi að það þyrfti róttækar breytingar og vissi að ég gæti ekki gert það ein. Ég vissi að ég þyrfti að láta ögra mér,“ segir Katrín Mörk Melsen um þátttöku sína í The Biggest Loser Ísland. „Börnin eru einna helst það sem hefði stoppað mann.“ Meira »

„Fannst ég ekki boðlegur“

17.1.2016 Pétur Marinó Frederiksson sló til og sótti um Biggest Loser Ísland eftir að hugmyndinni hafði verið kastað fram í gríni „Ég hafði miklar áhyggjur af yfirþyngd minni og vissi að hún væri að valda mér skaða og mig langaði að geta átt betra og heilsubetra líf með maka og börnum mínum.“ Meira »

Ætla að sjá dóttur mína eldast

17.1.2016 „Ég var komin á botninn. Gat ekki meira og var orðin pínu hrædd. Ég varð að taka eitthvað skref, líka bara fyrir dóttur mína sem er þriggja ára. Hún var hvatningin,“ segir Eva Dögg Þorkelsdóttir um þátttökuna í Biggest Loser Ísland. Meira »

Fyrst send til offitusérfræðings 8 ára gömul

16.1.2016 „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en of þungri,“ segir Agla Steinunn Bjarnþórudóttir einn keppanda í Biggest Loser Ísland. „Ég var kannski um 8 ára þegar ég var send til sérfræðings í offitu barna. Það var ýmislegt reynt en aldrei tekist að ná mér í kjörþyngd.“ Meira »

Byrjaði að þyngjast eftir hálsbrot

16.1.2016 „Ég hef ekki alltaf verið of þungur, bara búttaður krakki, en síðan hálsbrotnaði ég þegar ég var 16 ára, stakk mér í sundlaug á Mallorca og lenti á botninum. Ég fór að þyngjast eftir það,“ segir Sigurgeir Jónsson keppandi í Biggest Loser Ísland. Meira »

Veit ekki hver sótti um fyrir hana

16.1.2016 „Ég var búin að fylla umsóknina út oftar en einu sinni og aldrei búin að senda. Svo gerði það einhver fyrir mig, ég hef ekki hugmynd um hver!“ Þannig hófst þátttaka Þorbjargar Gísladóttur í Biggest Loser Ísland. Meira »

Maður upplifir sig annars flokks

15.1.2016 „Ég sleppti stundum viðburðum ef ég vissi að þar yrði fólk sem ég hafði ekki séð lengi, ég vildi ekki að þau sæju hvað ég hafði fitnað mikið.“ Segir Hrefna Hrund Erlingsdóttir, einn keppanda í Biggest Loser Ísland. Meira »