Spurt og svarað

Fimm ára og neitar að sofa í eigin rúmi

16.8. Ung hjón eiga fimm ára son sem hefur yfirtekið hjónarúmið. Þau hafa lesið sér til og reynt ýmis ráð til fá hann til að sofa í eigin rúmi en hann kemur alltaf upp í á nóttunni. Meira »

Spurt og svarað: Móðir kvíðir fríinu

6.7. Við erum blönduð fjölskylda og við verðum öll saman í fjórar vikur, bæði heima og svo erum við fara í frí saman og ég kvíði því töluvert því dóttir mín þolir illa rask á svefni. Meira »

Unglingur sýnir móður sinni óvirðingu

22.6. Spurt og svarað: Móðir á fimmtugsaldri er að bugast á daglegum samskiptum við son sinn á unglingsaldri. „Er ég ógeðslega klikkuð að vera reið og sár af því að sonur minn á unglingsaldri er með svo mikla vanvirðingu í minn garð?“ Meira »

Mikill missir framundan

25.5. Ég þarf ekkert að segja ykkur að dauðinn sé hluti af lífinu, þið vitið það allt saman. Verkefnið ykkar núna er að kenna stúlkunni ykkar að takast á við sorgina og missinn. Eins mikið og við elskum fólkið okkar er brýnt að kenna börnum að lífið heldur áfram. Haldið rútínu eins og unnt er með áherslur á grunnþarfir eins og að borða, sofa, mæta í tómstundir og skóla. Meira »

Stífni í stjúptengslum

17.5. Móðir á fertugsaldri í Reykjavík fær stjúpbörn heim til sín reglulega, þ.e. börn kærastans, og kvartar undan því að hún nái engu sambandi við þau. Börnin hunsa hana og samskiptin á heimilinu eru stíf og óþægileg. Þetta á við einkum þegar hún er nálæg. Meira »

Spurt og svarað: Börn sem gleyma alltaf öllu alls staðar

10.5. Ég á tvö börn á aldrinum 9 og 11 ára sem gleyma alltaf öllu alls staðar. Þau gleyma íþróttafötum á æfingum, nótum í tónlistarskólanum, skilja hjól eftir hjá vinum sínum, vettlingaskúffan er full af stökum vettlingum, þau koma heim í einum sokk (hvernig er það hægt?) og bara allt sem getur gleymst eða týnst gleymist eða týnist. Meira »

Allt snýst um snuðið!

3.5. Þriggja ára (fjögurra í sumar) dóttir mín er þvílíkt háð snuðinu sínu að ég dauðkvíði því að taka það af henni. Allt snýst um snuðið og ef það gleymist verður allt vitlaust. Ég þori varla að hugsa til þess að taka það af henni en átta mig á að einhvern tíma verð ég að taka af skarið. Hvernig á ég að fara að þessu? Meira »

Mismikið sjálfstraust bræðra - Spurt og svarað

25.4. Sonur minn er með afskaplega lítið sjálfstraust þrátt fyrir að við foreldrar hans reynum að peppa hann stöðugt og segja að hann sé frábær. Litli bróðir hans, sem fær sama uppeldi, er uppfullur af sjálfstrausti og ætlar þvílíkt að sigra heiminn í framtíðinni sem forseti Bandaríkjanna frægur leikari og rokkstjarna. Meira »

Harðneitar að fara í leikskólann - Spurt og svarað

25.4. „Barnið mitt þverneitar að fara á leikskólann á morgnanna og berst á hæl og hnakka. Þegar það er komið á leikskólann virðist það þó una sér vel, hvernig get ég tæklað þetta vandamál?" Meira »