mbl | sjónvarp

Gæsahúðar augnablik í München (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 13. janúar | 11:03 
Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handknattleik voru í miklum meirihluta á stúkunni í gær þegar Ísland gerði jafntelfi við Serbíu, 27:27, í upphafsleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í Ólympíuhöllinni í München.

Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handknattleik voru í miklum meirihluta á stúkunni í gær þegar Ísland gerði jafntelfi við Serbíu, 27:27, í upphafsleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í Ólympíuhöllinni í München.

Um 5.000 Íslendingar voru í höllinni sem tekur rúmlega 12.000 manns í sæti en stuðningsmenn Íslands hituðu sig upp fyrir leikinn á Hofbräuhaus í München fyrir leikinn.

https://www.mbl.is/sport/em_handbolta/2024/01/12/islendingar_risu_upp_fra_daudum_gegn_serbiu/

Það var vel tekið undir í Ólympíuhöllinni í gær þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður, bæði hjá leikmönnunum og stuðningsmönnum Íslands í stúkunni.

Myndband af þessu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

https://www.mbl.is/sport/em_handbolta/2024/01/12/eg_bara_raed_ekki_vid_mig/

 

Loading