Malbikað yfir varasamar holur

INNLENT  | 9. apríl | 14:48 
Einn af vorboðunum er lyktin af heitu malbiki og hana lagði yfir Mosfellsbæ í dag þar sem starfsmenn Vegagerðarinnar malbikuðu yfir varasaman vegkafla á Vesturlandsvegi. Tugir bíla skemmdust þar í lok febrúar eftir að hafa keyrt í holur.

Einn af vorboðunum er lyktin af heitu malbiki og hana lagði yfir Mosfellsbæ í dag þar sem starfsmenn Vegagerðarinnar malbikuðu yfir varasaman vegkafla á Vesturlandsvegi. Tugir bíla skemmdust þar í lok febrúar eftir að hafa keyrt í holur eins og frægt er orðið.

Frétt mbl.is: Tugir bíla skemmdust í sömu holu

Vegagerðin biðlar til ökumanna um að sýna tillitsemi þegar ekið er fram hjá slíkum framkvæmdasvæðum og virða lægra hámarkshraða.  

Þættir