Strákarnir okkar komnir heim

INNLENT  | 27. June | 22:20 
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, strákarnir okkar, eru komnir heim frá Rússlandi. Íslenska þjóðin hefur undanfarnar tvær vikur fylgst með liðinu þreyta frumraun sína á HM í knattspyrnu og ljóst er að stolt er þjóðinni efst í huga.

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, strákarnir okkar, eru komnir heim frá Rússlandi. Íslenska þjóðin hefur undanfarnar tvær vikur fylgst með liðinu þreyta frumraun sína á HM í knattspyrnu og ljóst er að stolt er þjóðinni efst í huga. 

Jafnteflið við Argentínu í fyrsta leik liðsins á mótinu mun seint hverfa úr manna minnum og þrátt fyrir tvö sár töp gegn Nígeríu og Króatíu er full ástæða til að horfa björtum augum til framtíðar. 

Landsliðið lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 20:40 í kvöld eftir að hafa flogið í lágflugi yfir Reykjavík skömmu áður, en fréttastjóri mbl.is tók meðfylgjandi myndskeið. 

Frétt mbl.is

Engin formleg móttaka er á dagskránni í kvöld en liðið heldur ásamt starfsmönnum KSÍ í höfuðstöðvar sambandsins í Laugardal þar sem fjölskyldur leikmanna bíða eftir þeim. 

 

Þættir